Fara í efni

Ráðgjöf

Að lenda í fjárhagsvanda 

Allir geta lent í þeim aðstæðum að ráða ekki lengur við fjárhagsskuldbindingar sínar.  Mikilvægt er að leita sér aðstoðar fyrr en seinna.  

Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum ókeypis aðstoð við að ná yfirsýn yfir fjármál sín og leita leiða til lausna á fjárhagsvanda.

Fyrir hverja er ráðgjöf?

  • Ráðgjöf getur hentað fyrir þá einstaklinga sem hafa misst yfirsýn yfir fjárhagsstöðu sína og vilja öðlast betri sýn á stöðuna.
  • Ráðgjöf getur hentað fyrir þá einstaklinga sem glíma við greiðsluerfiðleika og vita ekki hvernig skal bregðast við þeim.  Einnig þá sem hafa árangurslaust reynt samninga við kröfuhafa.
  • Ráðgjöf getur hentað fyrir þá einstaklinga sem sjá fram á að fjárhagsstaða þeirra versni og vilja bregðast við áður en í óefni er komið.

Hvernig er sótt um?

  • Sótt er um aðstoð vegna fjárhagsvanda rafrænt, notast þarf við rafræn skilríki eða íslykil.
  • Við umsókn sækir umboðsmaður skuldara upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir.
  • Umsækjandi þarf sjálfur að veita upplýsingar um útgjöld sín vegna framfærslu.
  • Hjón og fólki í sambúð er heimilt að sækja um í sameiningu.

 Hvernig fer ráðgjöf fram?

  • Ráðgjafi aðstoðar umsækjendur að þeirra ósk og með þeirra leyfi.
  • Ráðgjafi gerir greiðsluerfiðleikamat sem sýnir tekjur og framfærslukostnað, eignir og skuldir ásamt greiðslugetu.
  • Ráðgjafi leggur til úrlausnir og tillögur byggðar á greiðsluerfiðleikamatinu.
  • Ef frjálsir samningar við kröfuhafa eru mögulegir þá getur ráðgjafi haft milligöngu um slíka samninga, að höfðu samráði við umsækjendur.
  • Ef frjálsir samningar eru ekki mögulegir eru aðrar leiðir kannaðar sem gætu gagnast við lausn á vanda.

Ráðgjöf er hjálp til sjálfshjálpar.

 

Þátttaka umsækjanda í ferlinu

Samskipti og samtöl við umsækjendur eru mikilvægur liður í ráðgjöfinni. Slík samtöl fela að öllu jöfnu í sér eftirfarandi:

  • Virka hlustun þegar umsækjandi greinir frá þeim vandamálum sem hann glímir við.
  • Fyrirspurnir ráðgjafa um stöðu, m.a. um félagslega stöðu, tekjur, atvinnu, lífeyri, búsetu, útgjöld o.fl.
  • Upplýsingagjöf um möguleg úrræði vegna greiðsluerfiðleika.
  • Upplýsingagjöf um úrræði embættisins – ráðgjöf, greiðsluaðlögun, fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar og upplýsingar um hvað þessi úrræði fela í sér og afleiðingar þeirra.
  • Í samtalinu er leitast við að upplýsa umsækjanda um möguleika hans þannig að hann öðlist raunhæfar væntingar um lausn sinna mála.

Öll samskipti við umsækjanda eru skráð.

Úrlausnir og tillögur

  • Niðurstaða ráðgjafar getur falið í sér:
  • Tillögu um greiðslu krafna.
  • Tillögu um frestun á greiðslum.
  • Aðstoð við að sækja um greiðslufrestun hjá ÍLS.
  • Skriflegar leiðbeiningar um önnur úrræði embættisins.
  • Milligöngu um samninga við kröfuhafa.
  • Aðstoð við að óska eftir lækkun á mánaðarlegum afborgunum, t.d. með lengingu lánstíma.
  • Aðstoð við að óska eftir lækkun á dráttarvöxtum og innheimtukostnaði á kröfum.
  • Aðstoð við að yfirfara mánaðarleg útgjöld.

Ráðgjöf umboðsmanns skuldara felur ekki í sér:

  • Lögfræðilega ráðgjöf.
  • Aðstoð við að sækja um lán.
  • Leiðbeiningar um hvar skuli sækja um endurfjármögnun og með hvaða kjörum.
  • Samninga  um algjöra eftirgjöf á kröfum.
  • Könnun á gildi ábyrgðarskuldbindinga.
  • Aðstoð við að telja fram til skatts.
  • Lánveitingu til greiðslu skulda.

Ef þú ert óviss um hver næstu skref ættu að vera þá getur þú haft samband í síma 512-6600.

Þú getur einnig pantað símtal frá okkur og fengið nánari upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á.

Panta símtal  

Sækja um aðstoð vegna fjárhagsvanda